Everybody needs somebody to love!

Hæ,

Föstudagur á ný...virðist alveg hanga á 7 daga reglunni.

Ég bý stundum til músík disk í bílinn og blanda þá bara því sem mér dettur í hug. Ég smellti gömlum blússtandard í flutningi Blues Brothers um daginn. Lagið er "Everybody needs somebody to love". Nema hvað að Matthías er búinn að gaula á sífellu síðustu tvo daga "EVIBODÍÍÍ". Lagið er komið inn!!! Núna eftir örfáar mínútur ætlum við svo að smella Bluse Brothers myndinni á og njóta. Það verður verulega fróðlegt að sjá hvernig þeim líkar.

Blúskveðjur,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur